Ein algengasta spurningin sem við fáum frá okkar viðskiptavinum er: „Hvenær er besti tíminn til að setja nýja eign á netið“?
Á 17 ára ferli okkar höfum við prófað flest og okkar reynsla segir einfaldlega að best sé að setja nýja eign inn á fimmtudagkvöldi eða föstudagsmorgni og hafa síðan opið hús á mánudegi eða þriðjudegi.
Hvers vegna er það? Fólk er líklegra til að skoða fasteignavefina seinni part vikunnar og um helgar. Kaupendur nota svo oft helgina til að keyra framhjá draumaeigninni og skoða umhverfið.
Hvers vegna að hafa opin hús á mánudögum og þriðjudögum? Jú, þá er hægt að fylgja eftir heimsóknum kaupenda fyrri part vikunnar í staðinn fyrir að vera í stressi að ná öllum saman á föstudegi. Það getur teygst fram í næstu viku þegar nýjar eignir koma oft á netið og fanga athygli kaupandans.
Það er nefnilega óþarfi að láta eignina hanga inni á netinu í marga daga til að vekja athygli kaupenda. Langflestir eru með virka eignaleit sem þýðir að þeir fá tölvupóst með öllum eignum sem gætu hentað þeim.
Deila á Facebook Deila á LinkedIn