Fasteignamarkaðurinn sveiflast á milli þess að vera kaupendamarkaður og seljendamarkaður.
Það sem einkennir kaupendamarkað er að hann er í jafnvægi. Það er gott og jafnt framboð af eignum og fasteignaverð er stöðugt. Kaupendur geta tekið sér þann tíma sem þeir þurfa til að finna draumaeignina í staðinn fyrir að þurfa að stökkva í tilboðsstríð eftir fyrsta opna hús.
Þetta geta verið kjöraðstæður fyrir kaupendur þar sem þeir geta oft gert góð kaup en það er mikilvægt að hafa í huga að þó að það sé kaupendamarkaður þá jafngildir það ekki að eignir séu á brunaútsölu.
Í fréttum í vikunni var talað um gífurlegar verðlækkanir og segir mbl.is að það séu dæmi um allt að 6 milljón króna lækkun á kaupverði, síðan taka þeir fram að þetta sé fyrir kaupendur sem séu að kaupa fyrir hundruði milljóna króna. Það er alltaf hægt að fá magnafslátt hvort sem þetta eru skrúfur eða fasteignir.
Í dag eru margar leiðir til að finna út rétt kaupverð á fasteign. Einfaldast er hreinlega að biðja fasteignasalann sem er með eignina á sölu að sýna kaupendur verðmatsútreikinga fyrir viðkomandi eign og í kjölfarið er auðvelt að taka upplýsta ákvörðun út frá þeim gögnum
Deila á Facebook Deila á LinkedIn