fimmtudagur 25.11.2021

Forsölumeðferð Húsaskjóls

Við vitum að fasteignamarkaðurinn í dag er erfiður og það er lítið úrval af eignum til sölu.

Þess vegna þróaði Húsaskjól forsölumeðferð sem gerir seljendum kleift að vera tilbúnir þegar draumaeignin kemur á sölu.

Seljendur þurfa stundum að velja á milli margra tilboða með fyrirvara um sölu. Með því að geta sýnt fram á staðfest sölumat á þinni eign ásamt sölulýsingu og myndum aukast líkurnar til muna að seljandi muni velja þitt tilboð umfram önnur sem hafa sama fyrirvara.

Við vitum líka að það er næstum því ómögulegt að keppa við kaupendur sem þurfa ekki að gera fyrirvara um sölu. Með því að vera skráður í forsölumeðferð Húsaskjóls þá er allt tilbúið og við getum sett eignina þína á sölu áður en draumaeignin verður sýnd. Við nýtum stóran kaupóskalista Húsaskjóls sem og háþróað markaðsferli til að laða sem flesta kaupendur á sem skemmstum tíma og auka líkurnar á því að selja eignina á hæsta mögulega verðinu.

Vel undirbúin eign eykur líkurnar á því að selja hraðar á hærra verði. Það er aldrei gott að neyðast til að setja eignina sína inn óundirbúna á Netið til að uppfylla fyrirvara um sölu og fá mögulega lægra verð fyrir eignina sína en annars hefði fengist. 

10 skref til að eignast draumaheimilið með forsölumeðferð Húsaskjóls

1. Þú pantar ráðgjöf hjá löggiltum fasteignasala hjá Húsaskjól

2. Þú velur sölupakkann sem hentar þínum þörfum

3. Þú færð aðgang að kaupendaþjónustu Húsaskjóls

4. Við pöntum gögn, látum taka fagmyndir og útbúum vottað verðmat sem og sölulýsingu á eigninni þinni.

5. Þú finnur draumaeignina

6. Við erum þér innan handar við tilboðsgerð. Ráðleggjum þér hvernig á að stilla upp besta mögulega tilboðinu. Við ráðleggjum þér með rétt kaupverð og hvaða fyrirvara þú þarft að hafa í tilboðinu.

7. Þú sendir fasteignasalanum sem er að selja draumaeignina link á eignina þína á husaskjol.is til að sýna fram á söluverð og gæði eignarinnar.

8. Þegar þú ert búin að tryggja þér draumaeignina setjum við eignina þína í formlega sölumeðferð samdægurs.

9. Við seljum þína eign og tryggjum að allir fyrirvarar gangi upp hjá þér.

10. Það er boðað í kaupsamninga á báðum eignum og þú flytur í nýju íbúðina


Aðrar færslur