föstudagur 14.02.2020

Að finna réttu eignina - forgangsröðun og þarfagreining

Að finna draumaeignina getur tekið ótrúlega langan tíma.

Til að spara sporin getur verið skynsamlegt að gera lista yfir það sem skiptir mestu máli og forgangsraða honum. Mikilvægt er að gera greinarmun á þörfum og löngunum. Er það hverfið, verðið, stærðin eða jafnvel tegund eignar sem skiptir mestu máli? Tökum sem dæmi fjölskyldu sem vill vera í ákveðnu skólahverfi, þarf 4 svefnherbergi og vill ekki borga meira en 60 milljónir. Hana dreymir um að vera á einni hæð með innangengan bílskúr og pall og pott. Þá gæti listinn litið svona út:

A. Hverfi, 4 svefnherbergi, hámarksverð 60 milljónir

B. Ein hæð, innangengur bílskúr

C. Pallur og heitur pottur.

Að finna eign sem uppfyllir allar þessar þarfir getur tekið langan tíma. Hins vegar ætti að vera auðveldara að finna eign sem uppfyllir lið A. Ef ein hæð er skilyrði þá þarf stundum að horfa á fleiri hverfi og vera tilbúin að skipta jafnvel um bæjarfélag.

Við hjá Húsaskjóli mælum alltaf með því að eyða góðum tíma í að hugsa um hvað skiptir mestu máli við kaup á réttri eign þar sem það getur sparað gífurlega tíma í að finna réttu eignina.


Aðrar færslur