Núna þegar mánuður er liðinn af árinu er óhætt að segja að markaðurinn fari virkilega vel af stað. Mjög góð sala var í janúar og mörg teikn á lofti um að svo verði áfram.
Árið 2019 var í heildina nokkuð stöðugt, hvort sem litið er til þróunar í viðskiptum eða verðlagi. Fyrstu kaupendur hafa aldrei verið fleiri en einmitt núna. Tæp 30% af fasteignakaupendum eru að kaupa sína fyrstu eign. Á síðasta ári voru gerðir 12.200 kaupsamningar sem er töluvert yfir meðaltali síðustu 13 ára og gera má ráð fyrir að 2020 verði ekki lakara.
Fasteignaverð hefur leitað í jafnvægi og hækkaði mun minna á milli 2018 og 2019 en árin þar á undan og allir bankarnir spá mjög hóflegum verðhækkunum á næstu þremur árum. Verðbólgan mælist 1.7% og hefur ekki verið lægri síðan haustið 2017. Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti og húsnæðisvextir eru einnig lágir í sögulegu samhengi.
Þannig að stöðugt verðlag, lág verðbólga, lægri húsnæðisvextir, fleiri kaupendur á ferð og meira framboð af eignum. Markaður í jafnvægi er góður markaður Allt þetta segir okkur að það er góður tími til að kaupa draumaeignina.
Deila á Facebook Deila á LinkedIn