fimmtudagur 14.01.2021

ER HÆGT ER HAFA ÁHRIF Á VERÐ EIGNAR?

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld og til að missa ekki af lestinni er gott að fara að huga að því að setja á sölu.  

Vel undirbúnar eignir seljast almennt hraðar og á hærra verði. Þannig að ef þú ert að hugsa um að selja í vor þá mælum við með því að taka fyrstu skrefin núna. 

Það er mjög gott að byrja á því að fá ráðgjöf hjá fasteignasala. Fá verðmat á þína fasteign og fara í greiðslumat ef þess þarf.

Yfirfara eignina og lagfæra allt smálegt sem hefur setið á hakanum. Einnig að fara yfir ytra umhverfi. Oft byrja kaupendur á því að keyra um hverfið og drasl fyrir utan hús getur komið í veg fyrir sölu.

Við segjum alltaf góður undirbúningur er gulls ígildi og getur hreinlega skilað þér hundruðum þúsunda eða jafnvel nokkrum milljónum hærra söluverði.

Þannig að ef planið er að selja vel í vor þá er gott að byrja undirbúninginn núna.


Aðrar færslur