föstudagur 05.02.2021

Hvort er betra að selja eða kaupa fyrst?

Ein leið til að tryggja sér eign þegar þú átt eftir að selja er að vera einfaldlega með hæsta boðið. Það þýðir að þú þarft yfirleitt að bjóða 500.000-1.000.000 yfir þann sem er ekki með fyrirvara um sölu.

Þú hefur einnig skemmri tíma til að selja og það er gert í smá stressi. Stundum næst ekki að klára að selja innan frestsins og þá þarf að kanna með framlengingu eða þú missir af draumaeigninni. 

Þegar stutt er eftir að fresti er oft freistandi að taka lægra tilboði en þú lagðir upp með til að loka keðjunni og tryggja draumahúsnæðið. Fólk er því iðulega að slá af 1-2 M af sinni eign til að klára málið. Allt í einu eru því komnar 2-3 milljónir sem hefði kannski ekki þurft að gefa eftir. 

Þetta er duldi kostnaðurinn við öryggisnetið. Að kaupa og selja svo.

Það sem við erum að ráðleggja okkar viðskiptavinum í dag er að selja fyrst og kaupa svo. Þá veistu hvað þú hefur í höndunum. Þú veist greiðsluflæðið og þú ert alltaf miklu betri kaupandi en sá sem á eftir að selja.

Þegar þú selur fyrst getur þú gefið þér góðan tíma til að undirbúa eignina sem eykur líkurnar á hærra verði. Fyrir þá sem vilja alls ekki selja fyrst mælum við með forsölupakkanum okkar, þá er eignin undirbúin og allt er klárt nema senda eignina á netið. 


Aðrar færslur