þriðjudagur 09.03.2021

Mínar Síður - Stóraukin þjónusta hjá okkur á Húsaskjól

Á mínum síðum geta kaupendur skráð inn sínar kaupóskir, eina eða fleiri. Þeir geta breytt þeim og eytt þeim. Einnig geta seljendur leitað að fjölda kaupenda að sinni eign. 

Það eru ekki allir seljendur sem vilja setja eignina sína á netið og því seljum við reglulega eignir í gegnum Mínar síður. Þessar eignir eru aldrei skráðar á netið og eingöngu sýndar kaupendum sem eru skráðir inn á Mínar síður. Það getur því margborgað sig að vera skráður. Þetta er þjónusta öllum að kostnaðarlausu. 

Einnig erum við með upplýsingakerfi fyrir seljendur sem fá ítarlegar upplýsingar um stöðu á eigninni sinni og eru því vel upplýstir allt söluferlið. Allt frá því að skrifað er undir sölusamning og þar til búið er að skrifa undir afsalið. 

Við leggum mikla áherslu að hafa ítarlegar upplýsingar þannig að kaupendur séu vel upplýstir um eignina áður en þeir skoða hana. Kaupendur geta því sótt ítarlegan upplýsingabækling fyrir eignina og nýjasta viðbótin er að þeir geta bókað sig sjálfir í opið hús og þurfa því ekki að bíða eftir því að fasteignasalinn svari með tíma. 

Mínar síður eru í stöðugri þróun og á næstu vikum og mánuðum munu ýmsar spennandi nýjungar líta dagsins ljós sem verða nýjungar á Ísland og þó víðar væri leitað. 

Ég segi stundum með Mínum síðum er verið að ferla hausinn á mér og 18 ára reynslu yfir hvað virkar á fasteignamarkaði. 


Aðrar færslur