fimmtudagur 09.12.2021
7 punkta verðmatssgreining Húsaskjóls
Við hjá Húsaskjóli vitum að það er flókið að finna rétt verð á fasteign. Þess vegna þróuðum við 7 punkta verðmatsgreiningu Húsaskjóls. Það er mikil ábyrgð að verðmeta fasteign og það eru margir þættir sem hafa áhrif að verðlagningu fasteigna. Þess vegna er nauðsynlegt að koma á staðinn, taka út eignina og beita jafningjarýni til að tryggja vandað verðmat.
7 punkta verðmatsgreining Húsaskjóls
- Fasteignasali mætir á staðinn. Hann sjónskoðar eignina og tekur myndir.
- Seljandi fyllir út ástandsskýrslu veitir upplýsingar um húsfélag ef við á.
- Fasteignasali útbýr verðmatsskjal þar sem fram kemur m.a. samkeppniseignir sem eru til sölu í hverfinu. Einnig skoðar hann hvaða sambærilegar eignir hafa selst í hverfinu s.l. 2 ár.
- Fasteignasali núvirðir söluverðið á viðkomandi eign sem og seldum samkeppniseignum.
- Húsaskjól notar 7 punkta verðmatsgreiningu í verðmatinu.
- Fasteignasalar Húsaskjóls hafa formlegan verðmatsfund. Það eru aldrei færri en 3 fasteignasalar viðstaddir og beita þeir jafningjarýni til að finna sem réttasta verðið.
- Fasteignasali hittir seljanda og fer yfir verðmatið. Saman finna þeir rétt verðmat á eignina.
Deila á Facebook
Deila á LinkedIn