sunnudagur 08.03.2020

10 ára afmæli Húsaskjóls

Í mars fögnum við hjá Húsaskjóli 10 ára afmæli. Það var kannski pínu galið að stofna fasteignasölu stuttu eftir hrun en litla barnið mitt hefur dafnað og vaxið. Frá upphafi hefur áherslan hjá okkur verið að hafa hátt þjónustustig og vera leiðandi í nýjungum.

Húsaskjól er ein af örfáum fasteignasölum á landinu sem er í eigu konu, og að ná 10 árum er ekkert sjálfgefið í hvaða atvinnugrein sem er.

Ég er sjálf búin að vera starfandi við fasteignasölu síðan 2003 og á því 17 ára starfsafmæli í sumar. 17 ár, 900 seldar eignir, c.a. 5.000 eignir skoðaðar og svona 10.000 sýningar í gegnum tíðina. Gaman að því að fræðin segja að það taki u.þ.b 10.000 tíma að verða sérfræðingur í einhverju.

Við erum því virkilega stolt af þessum áfanga og langar að fagna með sem flestum. Í tilefni af 10 ára afmælinu okkar bjóðum við öllum viðskiptavinum Húsaskjóls sem setja á sölu í mars 10% afslátt af Gullpakkanum okkar. Hann hentar öllum sem vilja hátt þjónustustig og selja hratt og vel.


Aðrar færslur