miðvikudagur 27.01.2021

TIl ERU 3 TÝPUR AF SELJENDUM

1. Þolinmóði seljandinn: Hann setur yfirverð á eignina og er tilbúinn að lækka hana ef þess þarf

2. Áhættufælni seljandinn: Setur örlítið hærra verð á eignina til að kaupandinn geti boðið aðeins undir

3. Ákveðni seljandinn: Verðleggur eignina hárrétt eða jafnvel aðeins undirverð til að auka líkurnar á því að fá fleiri kaupendur að borðinu, fleiri tilboð og mögulega yfirverð.

Hvort sem sem við erum á seljandamarkaði eða kaupandamarkaði þá er ákveðni seljandinn yfirleitt líklegastur til að selja hratt og vel og á betra verði en 1 og 2.

Þegar markaðurinn er hraður eins og núna þá vakna oft upp spurningar hjá kaupanda ef eignin er búin að vera lengur en nokkrar vikur á sölu. Þeir velta því fyrir sér hvers vegna er eignin ekki seld. Ætli það sé eitthvað að henni. 

Kaupendur í dag hafa gífurlega mikla verðvitund og hafa mun meiri tæki og tól en fyrir nokkrum árum til að meta rétt söluverð fasteignar.

Oft nenna þeir hreinlega ekki á staðinn að skoða eign ef þeim finnst hún of hátt verðlögð. 

Okkar reynsla segir að það er yfirleitt vænlegast til árangurs að setja hárrétt verð á eignina strax í upphafi.


Aðrar færslur