föstudagur 19.02.2021

Hvernig verð ég besti kaupandinn?

Það eru í raun þrjár týpur af seljendum sem eiga eftir að kaupa.

Seljandi 1: Hann selur fyrst og kaupir svo.

Seljandi 2: Hann kaupir með fyrirvara um sölu

Seljandi 3: Hann skoðar þar til draumaeignin er fundin og þá stekkur hann af stað

Á hröðum markaði eins og við erum á núna er að verða æ erfiðara að kaupa með fyrirvara um sölu. Ef það eru fleiri en einn kaupandi sem er að bjóða í eignina fer þessi sem á eftir að selja yfirleitt neðst í bunkann.

Þetta er skrýtinn markaður. Það er mikil sala og allt bendir til þess að svo verði áfram sem og að verðhækkanir haldi áfram þannig að okkar ráðlegging til þeirra sem eru í fasteignahugleiðingum er að kaupa núna en ekki bíða þar til verðin hafa hækkað enn meira.

Til að verða besti mögulegi kaupandinn þá er gífurlega mikilvægt að vera vel undirbúinn. 

Vera búinn að fara í greiðslumat ef þörf er á lánafyrirgreiðslu. 

Vera búinn að selja eða tryggja fjármögnun þannig að ekki þurfi að setja fyrirvara um sölu

Ef leið þrjú er valin þá er gífurlega mikilvægt að vera búinn að nýta sér forsölumeðferð Húsaskjóls þannig að það þurfi eingöngu að setja eignina á netið þegar draumaeignin er fundin. Hefðbundinn fyrirvari um sölu er 30 dagar og þeir eru ansi fljótir að líða. Að þurfa jafnvel að eyða þriðjungi af þeim tíma í að undirbúa eignina vel, taka til, sinna smáviðhaldi sem hefur setið á hakanum, láta taka myndir og þess háttar getur reynst dýrkeypt og þú mögulega misst af draumaeigninni. 


Aðrar færslur