Fjölbýlishús - 101 Reykjavík
EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA. MIKILL ÁHUGI VAR Á EIGNINNI OG VIÐ ERUM MEÐ 24 KAUPENDUR Á SKRÁ AÐ LEITA SÉR AÐ 3JA HERB Í HVERFINU.
Pantaðu verðmat fyrir þína eign.
ÁSDÍS RÓSA LÖGFRÆÐINGUR OG LÖGGILTUR FASTEIGNASALI KYNNA EINSTAKA “LOFT” ÍBÚÐ Í MIÐBÆNUM, AUKIN LOFTHÆÐ, SJARMERANDI STÍLL .SJÓN ER SÖGU RÍKARI!
Húsið hefur fengið gott viðhald að innan sem utan sjá upplýsingabækling.
Opin og björt 3ja herbergja 72,1 fm íbúð á 2. hæð í uppgerðu eldra húsi við Grettisgötu 2 í Reykjavík. Húsið stendur stutt frá horni Grettisgötu og Klapparstígs. Hér er hátt til lofts og vítt til veggja og einstakur stíllinn skartar upprunalegum gólfborðum, og lofthæð um 2,70 M sem gefur aukna rýmistilfinningu.
Stofan er rúmgóð með upprunalegum gólfborðum og gengið út á svalir sem snúa inn í afgirtan garð.
Tvöföld hurð er inn í rúmgott herbergi sem einnig er hægt að nýta sem aðra stofu.
Svefnherbergi er með opnu fatahengi og skúffum og herbergið er í dag bara stúkað af með léttum gardínum, einfalt að loka rýminu eða nýta það sem aðra stofu eða vinnurými.
Eldhús og borðstofa eru með upprunalegum gólffjölum, Sérstaklur múrsteinsveggur hefur verið gerður upp og fær að njóta sín í miðju íbúðarinnar.
Baðherbergi er rúmgott með sturtu, upphengdu salerni og tengi fyrir þvottavél.
Garður er afgirtur, skjólgóður og sólríkur.
Að sögn seljenda hefur húsið fengið gott viðhald á liðnum árum sjá nánar í upplýsingabækling eignarinnar:
Bárujárnsklæðning hússins er nýleg.
Þak var málað 2019.
Gluggar sem snúa að götu eru nýlegir og baðherbergisgluggi 2023,
Allir pottofnar yfirfarnir 2021.
Rafmagn í eldhúsi endurnýjað og rafmagnstafla yfirfarin 2022.
Múrveggir inni í íbúðinni lagaðir, hreinsaðir og lakkaðir 2021.
*** Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali og félagsmaður í félagi fasteignasala netfang: asdisrosa@husaskjol.is eða í síma: 895-7784 ***
Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar
Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls
Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði
Tegund | Fjölbýlishús |
Verð | 69.900.000 kr |
Fasteignamat | 62.000.000 kr |
Brunabótamat | 35.500.000 kr |
Stærð | 72,1 fermetrar |
Herbergi | 3 |
Svefnherbergi | 2 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 1905 |
Lyfta | nei |
Bílskúr | nei |
Bílskýli | nei |
Garður | já |
Skráð | 11.09.2024 |