Lýsing eignar
HÚSASKJÓL KYNNIR:
EIGNIN ER SELD eftir fyrsta opið hús - erum með a.m.k. 25 kaupendur á skrá sem eru að leita að sambærilegri eign.
RISHÆÐ AUK RISLOFTS YFIR ÍBÚÐINNI SEM EKKI ER INNI Í FERMETRATÖLU - RÝMIÐ NÝTIST SEM AUKA SVEFNHERBERGI.
Nýtanlegir fermetrar eignarinnar eru talsvert fleiri en skráðir eru.
HÉR FÆRÐU SENDAN UPPLÝSINGABÆKLING
Böðvar Reynisson lgf. veitir upplýsingar og sýnir eignina s. 766-8484 og bodvar@husaskjol.is
Einstaklega hugguleg 4-5 herbergja rishæð með góðu útsýni í reisulegu húsi á þessum eftirsótta stað í Hlíðunum. Húsi og íbúð hefur verið vel viðhaldið (sjá viðhaldssögu hér að neðan). Risloft er yfir íbúðinni og er það ekki inni í fermetratölu. Rýmið hefur verið nýtt sem svefnherbergi. Stutt er í alla þjónustu s.s. leikskóla, grunnskóla og menntaskóla, verslunarkjarna í Suðurveri, Kringluna ofl. Stutt í stofnbrautir og almenningssamgöngur.
Eignin er skráð 4ra herb. skv. Þjóðskrá, risherbergið bætist þar við óskráð.
Skipting eignar:
Forstofugangur, stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi, tvö svefnherbergi á hæð og svefnherbergi/svefnloft í risi.
Forstofugangur - eikarparket á gólfi og hilluveggur, gangurinn liggur að öllum rýmum íbúðarinnar.
Stofan er opin og björt með eikarparketi á gólfi og gengt út á rúmgóðar suðursvalir með góðu útsýni í suður. Tröppur liggja frá stofu upp í risherbergi.
Borðstofa með eikarparketi á gólfi, opið yfir í stofu en einfalt að loka fyrir og nýta jafnvel sem herbergi ef á þarf að halda.
Eldhús með huggulegri innréttingu og góðu skápaplássi, eikar borðplötu, innfelldum ofni og helluborði, tengi fyrir uppþvottavél og flísum milli innréttinga. Parket er á gólfi og gengt út á litlar austursvalir. Geymslurými undir súð. Skipt var um gler í velux-glugga (2021).
Hjónaherbergi með eikarparketi á gólfi, innfelldum fataskápum og kvistglugga í norður.
Svefnherbergi II var áður eldhús, eikarparket á gólfi, gluggi í austur, laus skápur getur fylgt, geymslurými undir súð.
Risherbergi sem ekki er skráð inni í fermetratölu, en er yfir allri íbúðinni. Herbergið er manngengt undir mæni (ca 180cm lofthæð þar) þrír velux þakgluggar, spónarparket á gólfi, súðargeymslur og skápahirslur.
Þvottahús er í sameign.
Upplýsingar um viðhald síðustu ára skv. seljanda.
Þegar núverandi eigandi keypti íbúðina árið 1986 var hún í upprunalegu ástandi. Háaloftið var t.d. óeinangrað, án hita og rafmagns. Eftir því sem árin hafa liðið hefur nánast allt innan íbúðarinnar verið endurnýjað og ýmsu breytt. Má þar nefna að háaloftið var gert að svefnherbergi.
Framkvæmdir síðustu ára:
* Árið 2018 voru smíðaðar svalir suður af stofu og öll íbúðin parketlögð með eikarparketi.
* Á þessu ári var baðherbergi endurnýjað að hluta.
* Þakið á húsinu Mávahlíð 38-40 var endurnýjað fyrir u.þ.b. 15 árum.
* Húsið var drenað árið 2021, gert við múr og steinað, skipt um útihurðir ásamt gluggum þar sem þurfti. Allt var þetta gert af fagaðilum. Lóðin við M40 var síðan hellulögð og túnþökur í garði endurnýjaðar árið 2023. Engar stórframkvæmdir eru því fyrirhugaðar á næstunni.
* Rennur eru steyptar og þær yfirfarnar og lagfærðar eftir þörfum 2021.
* Skipt var um gler og glugga í íbúðinni þar sem þurfti 1991.
* Skipt var um gler í velux glugga í eldhúsi og botnstykki á baðherbergisglugga 2021.
* Skipt var um frárennslislagnir í sameign fyrir allmörgum árum. Allar lagnir í sameign voru skoðaðar 2021 og kaldavatnslögn endurnýjuð að hluta.
* Skipt hefur verið um lagnir í íbúð á ýmsum tímum eftir því sem þurft hefur.
* Minna svefnherbergið í íbúðinni var áður eldhús og rýmið sem eldhúsið er í dag, var svefnherbergi.
Samþykktar teikningar frá 2017 liggja fyrir vegna suðursvala.
Samþykktar teikningar frá 2016 liggja fyrir þar sem eldhúsi er breytt í herbergi og herbergi í eldhús - auk útlitsteikningu með suðursvölum og fylgirými/risherbergi 0303.
0303 fylgir íbúðinni (0301) skv. skráningartöflu í eignaskiptayfirlýsingu, fasteignayfirliti og á teikningavef.
Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar
Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls
Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði
85,2 m2
3 svefnherbergi
1 baðherbergi
Bílskúr: nei