Sumarhús - 276 Mosfellsbær
HÚSASKJÓL KYNNIR:
Um er að ræða einstaka eign í Kjósinni. 5.861 fm sjávarlóð með heilsárshúsi, gestahúsi, bátahúsi, gróðurhúsi, blómaskála og barnakofa. Gott leiksvæði er í hverfinu með fótboltavöll og leiktæki fyrir börn.
Lóðin er eignarlóð, vel gróin með góðu skjóli bæði frá umferð og umgang annarra íbúa í hverfinu.
Húsið er staðsett alveg ofan í fjöruborðinu og útsýnið einstakt þegar horft er úr stofunni eða af svölunum. Hægt er að njóta Hvalfjarðar, Akrafjalls og Skarðsheiðar í öllum sínum ljóma án nokkurra hindrana.
Einnig eru góðar svalir á hjónaherberginu sem gefur færi á því að njóta kaffibollans með útsýni út á fjöll og fjörð á fögrum sumarmorgnum.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR HVAMMSBRAUT 6
Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka frítt sölumat á þinni eign.
Húsið er skráð opinberlega 39.8 fm en hins vegar hefur verið byggt við það í gegnum tíðina og nýtanlegir fermetrar því líklega í kringum 80 fm.
Aðalhús er með hitaveitu frá Kjósarveitum og ljósleiðara, 3 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og stofa er opið rými og stór sólpallur. Kalda vatnið kemur ofan af fjalli og er tengt við sama kerfi og nýju lóðirnar í Hvammsvík nota.
Blómaskálinn er næst aðalhúsinu, þakið er klætt með gróðurhúsaplasti, veggir hlaðnir með steinum og timbri auk þess sem gólfið er hellulagt. Inni má finna nokkrar fjölærar plöntur en hægt er að njóta inni/útivistar í skálanum, jafnvel allt árið um kring með hjálp hitablásara.
Gestahúsið er með fallegu útsýni út á sjóinn og Skarðsheiðina, í góðu skjóli frá veðri og vindum með eigin hellulagða innkeyrslu og hellulagða aðstöðu bak við húsið með útsýni út á fjörðinn. Í því er eitt svefnherbergi, klósett (wet-room) og eldhús, hitað upp með rafmagni og hitakútur fyrir heitt vatn.
Á lóðinni er kartöflugeymsla í torfhúsastíl sem gefur skemmtilega ásýnd á svæðinu.
Efst á lóðinni er svo að finna gróðurhús og barnakofa ásamt lítilli skemmu.
Stutt er í margar náttúruperlur og margar frábærar gönguleiðir er að finna í Hvalfirði. Má þar nefna Glym, Meðalfellsvatn og Botnssúlur auk fjölmargra annarra. Einnig er örstutt í sjóböðin í Hvammsvík, hernámssetrið á Hlöðum, skógræktina á Fossá og Brynjudal.
Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir löggiltur fasteignasali í email: asdis@husaskjol.is eða í síma frá 09:00-17:00 á virkum dögum: 863-0402
Pantaðu FRÍTT verðmat
Kynntu þér nýlegar sölur í þínu hverfi
Fáðu ábendingu á nýjar eignir úr kaupóskakerfinu
Meðmæli fyrri viðskiptavina
Fylgdu mér á Instagram
Fylgdu Húsaskjóli á TikTok
Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar
Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls
Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði
Tegund | Sumarhús |
Verð | Tilboð |
Áhvílandi | 0 kr |
Fasteignamat | 22.700.000 kr |
Brunabótamat | 21.450.000 kr |
Stærð | 79,3 fermetrar |
Herbergi | 4 |
Svefnherbergi | 3 |
Baðherbergi | 2 |
Byggingarár | 1978 |
Lyfta | nei |
Bílskúr | nei |
Bílskýli | nei |
Garður | nei |
Skráð | 18.08.2023 |
* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)