Stampar 20 - 93.700.000 kr - 153,6 ferm. - 3 herbergi

Einbýlishús - 276 Mosfellsbær

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Stampar 20 eru seldir og eru í fjármögnunarferli. Mjög mikil eftirspurn er eftir heilsárshúsum í Kjósinni.  Við erum með 20 kaupendur á skrá sem eru að leita að sambærilegu húsi en einnig eru minni hús eftirsótt í dag.

Á hvað eru sumarhús í Kjósinni að seljast? Smelltu hér til að sjá alla kaupsamninga á sambærilegum eignum í Kjósinni

Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka frítt sölumat á þinni eign. 

Fáðu ábendingu á nýjar eignir úr kaupóskakerfinu

Meðmæli fyrri viðskiptavina
Fylgdu mér á Instagram
Fylgdu mér á TikTok

Einstök eign í Kjósinni á 3022 fm eignarlóð. Stórglæsilegt heilsárshús á einni hæð með innbyggðum bílskúr við Stampa 20, 276 Kjós. Húsið er byggt 2019 og var hvergi sparað til í efnisvali og byggingu. Húsið er vel staðsett ofarlega í Raðahverfi við Hvalfjörðinn. Húsið er skemmtilega hannað og leitast er við að hámarka útsýnið og birtuna. Útsýnið er stórbrotið og sést til Snæfellsjökuls, Hvalfjarðar, Akrafjalls, Þyrils og Skarðsheiðar. 2 rúmgóð svefnherbergi. Stór pallur með heitum potti, rennihurð út á pall. Gólfsíðir gluggar. Hitaveita er komin í húsið sem og ljósleiðari. Allar innréttingar eru frá HTH. Húsið er skráð 153,6 fm og þar af er bílskúrinn 43.6 fm. Gólfhiti í öllum rýmum.

Seljendur skoða skipti á stærri eða minni eign á höfuðborgarsvæðinu.


SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR STAMPA 20
Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka frítt sölumat á þinni eign. 

Smelltu hér til að skoða myndband af eigninni

Lýsing eignar:
Forstofa með harðparketi á gólfi og fataskáp. 2 svefnherbergi bæði með harðparketi og skápar í hjónaherbergi. Baðherbergi er mjög rúmgott, flísalagt í hólf og gólf, rúmgóð sturta og góðar innréttingar, innaf baðherbergi er þvottahús með innréttingum, tengi fyrir þvottavél og þurrkara í góðri vinnuhæð og snúrur. Gengið út á á pall og þaðan í heita pottinn frá baðherbergi. Eldhús, borðstofa og stofa er í stórglæsilegu alrými. Eldhúsinnrétting er rúmgóð með miklu skápapláss á einum vegg ásamt eyju með góðu skápaplássi. Stofan er rúmgóð og borðstofan er staðsett við stóra gólfsíða glugga sem gera rýmið mjög bjart og skemmtilegt. Stórkostlegt útsýni yfir Hvalfjörðinn. Þarna byrja núverandi eigendur alltaf daginn á góðum morgunbolla og njóta síbreytilegs útsýnis. Frá stofu er gengið út á rúmgóðan pall með heitum potti. 
Bílskúr er mjög rúmgóður (43.6 fm) með stórri innkeyrsluhurð. Þorsterkar flísar á gólfi og góð innrétting í enda bílskúrs. Rafmagnsopnun.

Staðsetningin er algjör náttúruparadís þar sem hægt er að upplifa gróður og dýralíf í einstakri kyrrð og svo er líka stutt í fallegar og skemmtilegar göngu- og hjólaleiðir.
Það sem gerir eignina einstaka er útsýnið og nálægðin við náttúruna. Hvort sem þú situr út á palli eða inni í stofu er útsýnið yfir fjörðinn einstakt og vekur alltaf jafn mikla hrifningu gesta. Svo er frábært að geta framlengt eldhúsinu út á pall í góðu veðri. Örstutt er í sjóböðin í Hvammsvík, fossinn Glym, hernámssetrið á Hlöðum, Skógræktina á Fossá og Brynjudal þar sem má fara í kósý gönguferðir í kyrrðinni.

Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir löggiltur fasteignasali í email: asdis@husaskjol.is eða í síma frá 09:00-17:00 á virkum dögum: 863-0402

Pantaðu FRÍTT verðmat
Kynntu þér nýlegar sölur í þínu hverfi
Fáðu ábendingu á nýjar eignir úr kaupóskakerfinu


Meðmæli fyrri viðskiptavina
Fylgdu mér á Instagram
Fylgdu Húsaskjóli á TikTok

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

153,6 m2 2 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: já

Eigindi eignar

Tegund Einbýlishús
Verð 93.700.000 kr
Áhvílandi 0 kr
Fasteignamat 46.800.000 kr
Brunabótamat 81.700.000 kr
Stærð 153,6 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 2019
Lyfta nei
Bílskúr
Bílskýli nei
Garður nei
Greiðslubyrði* 393.540 kr
Útborgun** 18.740.000 kr
Skráð 28.07.2023

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)