Hlíð 52 - 42.500.000 kr - 64,0 ferm. - 4 herbergi

Sumarhús - 276 Mosfellsbær

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Hlíð 52 í Eilífsdal í Kjósarhreppi  er seld og er í fjármögnunarferli. Mjög mikil eftirspurn er eftir litlum sumarhúsum nálægt höfuðborgarsvæðinu. Við erum með 10 kaupendur á skrá sem eru að leita að sambærilegri eign. 

Á hvað eru sumarhús í Kjósinni að seljast? Smelltu hér til að sjá alla kaupsamninga á sambærilegum eignum í Kjós

Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka frítt sölumat á þinni eign. 

Fáðu ábendingu á nýjar eignir úr kaupóskakerfinu

Meðmæli fyrri viðskiptavina
Fylgdu mér á Instagram
Fylgdu mér á TikTok


64,0 fm. sumarbústaður á einni hæð með svefnlofti við Hlíð 52 í Eilífsdal í Kjósarhreppi. Húsið er á svæði þar sem læst hlið er inn á svæðið. Húsið stendur á gróinni leigulóð sem er skráð 7.044 fm. Húsið er skráð 64,0 fermetrar og þarf af er svefnloftið 6,4 fm. Að auki er viðbygging sem er nýtt sem þvottahús og geymsla og köld geymsla undir palli. Stutt keyrsla úr bænum, ca. 30 mínútur frá Mosfellsbæ.Hitaveita er í húsinu, var tekin inn fyrir ca 4 árum, potturinn er hitaveitupottur. Búið að leggja línur fyrir ljósleiðara, ekki búið að tengja inn í hús.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR HLÍÐ 52
Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka frítt sölumat á þinni eign. 

Smelltu hér til að komast í hönnunarforrit fyrir breytingar á alrými

Mjög sjarmerandi bústaður staðsettur á stórri lóð með stórri innkeyrslu, pöllum og potti og mikið útsýni.
Komið er inn í forstofu með harðparketi og gólfhita, einnig sama gólfefni á stofu og eldhúsi með gólfhita. Á hæðinni eru 2 svefnherbergi bæði með parketi og annað með skápum, ofnar í herbergjum. Baðherbergi er með sturtuklefa, upphengdu salerni, ljósri innréttingu, handklæðaofni og glugga, harðparket á gólfi og gólfhiti.
Eldhús og stofa er opið rými. Eldhúsinnrétting er með L-laga innréttingu og eyju, efri og neðri skápar og gengið út á u-laga pall með potti og miklu útsýni yfir Hvalfjörðinn. Stór og grónn lóð.
Yfir hluta af bústaðnum er rúmgott svefnloft með 2 stórum rúmum. Öll rúm, ísskápur, uppþvottavél og sláttutraktor geta fylgt með.

Stutt keyrsla úr bænum, ca. 30 mínútur frá Mosfellsbæ.
Fallegt og rólegt fjölskylduumhverfi með skemmtilegu leiksvæði innan sumarbústaðasvæðisins. Fjölbreytt aðstaða er til útivistar í næsta nágrenni eins og göngur inn Eilífsdalinn og að Meðalfellsvatni, fjallgöngur, klettaklifur í Valshamri og íssklifur inni í Eilífsdalnum.
Sumarbústaðalandið er afgirt, og komið er inn um rafmagnshlið sem aðeins íbúar hafa aðgengi að. Sveitafélagið Kjósarhreppur er með ýmsar bæjarhátíðir og uppákomur, eins og Kátt í Kjós að sumri og Þorrablót að vetri í Félagsgarði, samkomuhúsi Kjósverja, og fjölmennur brekkusöngur er við Kaffi Kjós um verslunarmannahelgina.

Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma: 863-0402 eða email: asdis@husaskjol.is

Pantaðu FRÍTT verðmat
Kynntu þér nýlegar sölur í þínu hverfi
Fáðu ábendingu á nýjar eignir úr kaupóskakerfinu


Meðmæli fyrri viðskiptavina
Fylgdu mér á Instagram
Fylgdu Húsaskjóli á TikTok

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

64,0 m2 3 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund Sumarhús
Verð 42.500.000 kr
Áhvílandi 0 kr
Fasteignamat 26.200.000 kr
Brunabótamat 29.700.000 kr
Stærð 64,0 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 2004
Lyfta nei
Bílskúr nei
Bílskýli nei
Garður nei
Greiðslubyrði* 178.500 kr
Útborgun** 8.500.000 kr
Skráð 12.07.2023

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)