Skógarvegur 8 - 103.000.000 kr - 108,0 ferm. - 3 herbergi

Fjölbýlishús - 103 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Skógarvegur 8, 103 Reykjavík er seld með fyrirvara. Mjög mikil eftirspurn er eftir 3ja herbergja íbúðum í hverfinu. Við erum með 22 kaupendur á skrá sem eru að leita að sambærilegri eign.

Húsaskjól og Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Glæsilega og vandaða 3ja herbergja endaíbúð á
fjórðu og efstu hæð í nýlegu lyftuhúsi við Skógarveg 8 í Fossvoginum. Mikil lofthæð er í alrými íbúðarinnar sem gerir hana einstaklega glæsilega ásamt gólfsíðum gluggum í stofu og hjónaherbergi. Vandaðar innréttingar, gólfhiti er í allri íbúðinni og myndavéladyrasími, Suðursvalir, rúmgott stæði í lokaðri bílageymslu og mjög góð geymsla. Eignin getur verið laus við kaupsamning. Húsið er steinsteypt, einangrað að utan og klætt með álklæðningu.


Íbúðin er skráð 108,0 fm að stærð og þar af er geymsla í sameign 12,1 fm að stærð. Bílastæði í bílageymslu er merkt B20. Eignin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi og fataherbergi inn af hjónaherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu og borðstofu, þvottahús inn af eldhúsi.   

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-9470, netfang: johanna@husaskjol.is 

VINSAMLEGAST SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENDAN UPPLÝSINGABÆKLING

        Nánari lýsing á eign:
Gólfefni íbúðarinnar eru flísaparket úr eik. 
Forstofa: Rúmgóð með þreföldum hvítum fataskápum. 
Eldhús/stofa/borðstofa: Er opið og bjart alrými með einstakri lofthæð og gluggum á tvo vegu. Eldhúsinnrétting í hnotulit og hvít með efri og neðri skápum og eyju, borðplötur úr steini, keramikhelluborð, ofn í vinnuhæð og háfur yfir eyju. Innbyggð uppþvottavél og ísskápur. útgengt út á suðursvalir þar sem möguleiki er á að setja svalalokun. Gólfsíðir gluggar sem gera rýmið einstaklega glæsilegt.
Hjónaherbergi: Rúmgott með gólfsíðum glugga og fataherbergi með rennihurðum og góðri innréttingu.  
Svefnherbergi/vinnuherbergi: Rúmgott með tvöföldum hvítum fataskápum sem ná  upp í loft. 
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, falleg innrétting í hnotulit með borðplötu úr steini og speglaskáp, walk inn sturta og upphengt salerni.  
Þvottahús: Þvottahús er inn af eldhúsi með fallegri innréttingu í hnotulit þar sem þvottavél og þurrkari eru í vinnuhæð.
Geymsla: Rúmgóð geymsla er í sameign sem er 12,1 fm að stærð. 
Bílageymsla: Sérmerkt bílastæði merkt B20 í lokaðri bílageymslu með hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl. Stæðið er einstaklega rúmgott.
Sameign: Hjóla-og vagnageymsla.

Fyrirhugað fasteignamat árið 2024 er 91.750.000 kr.

Hér er um að ræða einstaklega glæsilega og bjarta 3ja herbergja endaíbúð á fjórðu og efstu hæð með stæði í lokaðri bílageymslu í nýlegu og vönduðu lyftuhúsi í vinsælu hverfi í Fossvoginum þar sem stutt er í alla helstu verslun og þjónustu. 

Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-9470, netfang: johanna@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

108,0 m2 2 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund Fjölbýlishús
Verð 103.000.000 kr
Áhvílandi 0 kr
Fasteignamat 81.800.000 kr
Brunabótamat 84.140.000 kr
Stærð 108,0 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 2021
Lyfta
Bílskúr nei
Bílskýli nei
Garður
Greiðslubyrði* 432.600 kr
Útborgun** 20.600.000 kr
Skráð 20.07.2023

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)