Hæð - 101 Reykjavík
HÚSASKJÓL KYNNIR:
Eiríksgata 15, 101 Reykjavík er seld og er í fjármögnunarferli. Mörg tilboð bárust í eignina og því eru nokkrir kaupendur að leita að sambærilegri eign sem eru tilbúnir að kaupa án fyrirvara. Mjög mikil eftirspurn er eftir 3ja-4ra herbergja sérhæðum í miðbæ Reykjavíkur sem og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með 20 kaupendur á skrá sem eru að leita að sambærilegri eign.Nánari lýsing:
Komið er inn í sameiginlegan stigagang og þaðan er gengið upp á 2. hæð og inn um tvöfaldar hurðir í frönskum stíl. Komið er inn í forstofu með fatahengi. 2 svefnherbergi eru í íbúðinni, hjónaherbergi er mjög rúmgott með góðum skápum. Baðherbergið var allt endurnýjað 2019, flísalagt í hólf og gólf með gólfhita með baðkari, ljósri innréttingu og stórum glugga. Öll blöndunartæki, upphengt salerni, baðkar og vaskur eru frá Burlington. Eldhúsið er mjög rúmgott í opnu rými með borðstofu og opið inn í stofu. Nýleg eldhúsinnrétting með ofni, gashelluborði og uppþvottavél frá Siemens. Flísar eru fyrir ofan eldhúsinnréttinguna og háfur fyrir ofan eldavél.
Gólfefni: Árið 2019 var lagt reykt viðarparket frá Kahrs ásamt gólf- og loftlistum á alla íbúðina fyrir utan baðherbergi.
Rafmagn: 2019 var allt rafmagn í íbúðinni yfirfarið og settir tenglar og rofar frá Thomas Hoof.
Ofnar: 2019 voru þeir sandblásnir og hreinsaðir og einn endurnýjaður.
Þvottahús er sameiginlegt í sameign, sértengill fyrir hverja íbúð, útgengt í garðinn.
Sérgeymsla fylgir íbúðinni í nýlegu og upphituðu bakhúsi.
Árið 2019 var þakið yfirfarið og málað, húsið steinvarið og málað ásamt því að skipt var um alla glugga og gler í íbúðinni.
Árið 2017 var fremri garðurinn tekinn í gegn.
Einstaklega falleg og mikið endurnýjuð íbúð. Eignin er virkilega vel staðsett á eftirsóttum stað við Eiríksgötu í Reykjavík. Stutta er í alla þjónustu, skóla, leikskóla, verslun og menningu sem miðborg Reykjavíkur hefur upp á að bjóða.
Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í email: asdis@husaskjol.is eða í síma: 863-0402
Pantaðu FRÍTT verðmat
Kynntu þér nýlegar sölur í þínu hverfi
Fáðu ábendingu á nýjar eignir úr kaupóskakerfinu
Meðmæli fyrri viðskiptavina
Fylgdu mér á Instagram
Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar
Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls
Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World
Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði
Tegund | Hæð |
Verð | 74.700.000 kr |
Áhvílandi | Ekki skráð |
Fasteignamat | 65.200.000 kr |
Brunabótamat | 36.050.000 kr |
Stærð | 98,4 fermetrar |
Herbergi | 4 |
Svefnherbergi | 2 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 1934 |
Lyfta | nei |
Bílskúr | nei |
Bílskýli | nei |
Garður | já |
Greiðslubyrði* | 313.740 kr |
Útborgun** | 14.940.000 kr |
Skráð | 17.03.2023 |
* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)