Álfkonuhvarf 29 - 79.500.000 kr - 128,2 ferm. - 4 herbergi

Fjölbýlishús - 203 Kópavogur

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Húsaskjól og Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Bjarta og fallega 4ja herbergja endaíbúð á
fyrstu hæð í góðu lyftuhúsi við Álfkonuhvarf 29 með rúmgóðum suðursvölum og útsýni. Stæði í lokaðri bílageymslu. Eignin getur verið laus við kaupsamning.

Íbúðin er skráð 120,5 fm að stærð og geymsla í sameign er 7,7 fm að stærð samtals 128,4 fm. 

VINSAMLEGAST SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENDAN UPPLÝSINGABÆKLING UM EIGNINA.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-9470, netfang: johanna@husaskjol.is 

Núverandi skipulag eignarinnar;
Forstofa, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús innan íbúðar, eldhús og stofa sem eru eitt opið og bjart rými. Suðursvalir, geymsla í sameign og sérmerkt bílastæði í lokaðri bílageymslu.  

        Nánari lýsing á eign:
Gólfefni íbúðarinnar eru eikarparket og flísar. 
Forstofa: Rúmgóð með tvöföldum fataskáp og fatahengi úr eik.
Stofa/borðstofa: Er rúmgott og bjart alrými ásamt eldhúsinu. Útgengi er úr stofu út á rúmgóðar sólríkar suðursvalir sem eru með fallegu útsýni og hægt að setja svalalokun.
Eldhús: Eikarinnrétting með góðu skápaplássi, efri og neðri skápum með flísum á milli. Granít borðplata, keramik helluborð og vifta. Möguleiki á að setja eyju í eldhúsið þar sem skáparnir eru til og geta fylgt með.
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðum fataskápum úr eik. 
Svefnherbergi: Tvö svefnherbergi með tvöföldum fataskápum úr eik. 
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtu, eikarinnrétting með rúmgóðum skápum.  
Þvottahús: Þvottahús er innan íbúðar með hvítri innréttingu og vaski, flísar á gólfi.
Geymsla: Rúmgóð geymsla er í sameign. 
Bílageymsla: Sérmerkt bílastæði merkt B03 í lokaðri bílageymslu með hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl og þvottaaðstöðu.
Sameign: Hjóla-og vagnageymsla.

Hér er um að ræða bjarta og fallega 4ja herbergja endaíbúð á fyrstu hæð með stæði í lokaðri bílageymslu í góðu lyftuhúsi í vinsælu hverfi
í  Hvörfunum í Kópavoginum. Fallegt útsýni er yfir Elliðavatnið og bláfjöll. Í Göngufæri er Vatnsenda-og Hörðuvallarskóli, leikskólinn Sólhvörf er í götunni. Einnig er stutt í matvöruverslun, heilsugæslu, apótek, bakarí og íþróttamannvirki. Góð og barnvæn staðsetning þar sem stutt er í góð útvistarsvæði og ósnerta náttúruna sem er með fallegum göngu og hjólreiðastígum.

Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-9470, netfang: johanna@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

128,2 m2 3 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund Fjölbýlishús
Verð 79.500.000 kr
Áhvílandi 0 kr
Fasteignamat 74.850.000 kr
Brunabótamat 62.030.000 kr
Stærð 128,2 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 2005
Lyfta nei
Bílskúr nei
Bílskýli nei
Garður
Greiðslubyrði* 333.900 kr
Útborgun** 15.900.000 kr
Skráð 23.02.2023

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)